Rekstrarútgjöld málaflokka lækka um 12%
Á Húna kemur fram að fyrri umræða um fjárhagsáætlun Húnavatnshrepps fyrir árið 2011 fór fram á fundi hreppsnefnda í síðustu viku. Þar kom fram að leita þurfi allra leiða til að draga saman í rekstri málaflokka. Samkvæmt fundargerð hreppsnefndar verður ekki gerð tillaga um flatan niðurskurð á árinu 2011 heldur sé hver málaflokkur skoðaður fyrir sig með tilliti til stöðu hans.
Í heildina er gert ráð fyrir að rekstrarútgjöld málaflokka lækki um 12% frá endurskoðaðri fjárhagsáætlun þessa árs. Stærsti málaflokkurinn er fræðslu- og uppeldismál og kemur fram í fundargerðinni að hann taki til sín um 64% af áætluðum skatttekjum eftir hagræðingarkröfu sem í heild sé um 9%.
Þar kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir 13% lækkun í rekstri leikskóla, 10% lækkun í rekstri tónlistarskóla og 7% lækkun í rekstri grunnskóla. Með breytingum á gjaldskrám og þjónustu er ætlunin að ná fram 34% sparnaði í sorphirðu. Þá verður dregið saman um 9% í rekstri skrifstofu og vegna yfirstjórnar. Í öðrum málaflokkum er gert ráð fyrir rekstrarútgjöld lækki á bilinu 4% til 20%, að því er fram kemur í fundargerð hreppsnefndar.
Fjárhagsáætluninni var vísað til annarrar umræðu í hreppsnefnd