Reynir Grétarsson á Stjórnlagaþing
Reynir Grétarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til setu á Stjórnlagaþingi. Reynir er fæddur 1972 á Blönduósi og ólst þar upp. Foreldrar Reynis eru þau Grétar Guðmundsson, húsasmiður, og Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri, bæði úr Húnavatnssýslu.
-Í janúar 1997 stofnaði ég ásamt tveimur félögum mínum Lánstraust hf. og síðar Creditinfo Group sem nú telur 400 starfsmenn í 11 löndum. Hjá Creditinfo á Íslandi starfa nú um 60 manns auk öflugs teymis í gagnavinnslu hjá Sparisjóði Ólafsfjarðar. Ég var á lista Europes 500 í fimm ár í röð, 2004-2008, en þar er birtur listi frumkvöðla í Evrópu. Ég var valinn frumkvöðull ársins 2008 af Viðskiptablaðinu, segir Reynir en tekur fram að hann hafi aldrei verið í stjórnmálaflokki og hefur því enga sérhagsmuni að verja.
-Ég mun taka mið af niðurstöðum þjóðfundar og mun leggja áherslu á að kynningarstarf og þátttaka í mínu framboði verði til jafns á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi.
Upplýsingasíðan Reynis www.reynirgretarsson.is var opnuð um helgina, þar eru stefnumál hans kynnt en auk þess er fólk hvatt til að hafa samband við við Reyni í síma 660-0099.