Rigning, slydda eða snjókoma norðanlands

Það þarf ekki að fara langt til að komast í vetraraðstæður. Myndin er tekin í morgun við Heiði í Gönguskörðum. Mynd: PF.
Það þarf ekki að fara langt til að komast í vetraraðstæður. Myndin er tekin í morgun við Heiði í Gönguskörðum. Mynd: PF.

Gult ástand, samkvæmt skilgreiningu Veðurstofunnar, er í gildi vegna veðurs fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Miðhálendi. Allhvöss norðanátt með slyddu eða snjókomu er víða til fjalla og þurfa vegfarendur að gera ráð fyrir hálku á Þverárfjalli og Möðrudalsöræfum. Hálkublettir eru á fjallvegum á Vestfjörðum og á norðanverðu landinu, Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Krapi er á Mývatnsöræfum og Fjarðarheiði. 

Allhvöss norðanátt með rigningu nærri sjávarmáli, en slyddu eða snjókomu ofan 100-200 metra hæðarlínu er nú á Norðurlandi og er útlit fyrir að snjóþekja geti myndast á vegum með hálku og erfiðum akstursskilyrðum og á þetta sérílagi við um fjallvegi.

Spáin gerir ráð fyrir norðan 13-18 og rigningu eða slyddu, en 10-15 og slydda eða snjókoma á morgun. Hiti 0 til 4 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir