Rökkurganga í Glaumbæ

Næstkomandi sunnudag, þann 11. desember, verður rökkurganga í Glaumbæ. Gamli bærinn verður kominn í jólabúning, hátíðarbragur yfir svæðinu og við ætlum að njóta samveru og sögustundar í rökkrinu í baðstofunni.

Safnið og kaffihúsið í Áshúsi verður opið milli kl. 15 og 17 og sögustund í baðstofunni hefst um kl. 15:20. Við hvetjum fólk til þess að mæta með góða skapið og vasaljós.

Hlökkum til að sjá ykkur!

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir