Rúmlega uppselt á frumsýningu
Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi í gær gamanleikinn Svefnlausa brúðgumann, að sumra sögn í tilefni af brúðkaupi Villa og Kötu en að annarra sögn vegna opnunar Sæluvikunnar. Svo mikil var aðsóknin að bæta þurfti nokkrum stólum í salinn til að allir kæmust að.
Þrátt fyrir Miðjarðarhafsloftslag í mannmörgum salnum var mikið hlegið og klappað svo áhorfendur virtust hæstánægðir með sýninguna, og leikfélagsfólk því ekki síður ánægt með áhorfendurna. Eins og venja er á frumsýningum var ekki bara klappað fyrir stórskemmtilegum leikendum heldur einnig sviðsmönnum og öðrum aðstandendum sýningarinnar sérstaklega og leikstjóranum Jakobi S. Jónssyni færður blómvöndur í lokin.
Miðasala er í síma 849-9434 og nánari upplýsingar um næstu sýningar eru á http://www.skagafjordur.net/ls/
/ g&b