Safnað fyrir litla hetju

Litla hetjan Hrefna Karen. MYND AÐSEND
Litla hetjan Hrefna Karen. MYND AÐSEND

Það var í byrjun maí á þessu ári sem Feykir sagði frá því að hjónin Árni Björn Björnsson og Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir hefðu fengið afhent Samfélagsverðlaun Skagafjarðar árið 2024 við setningu Sæluviku. Þau hjónin eru einstakar fyrirmyndir í samfélaginu okkar og eru ávallt fyrst til að bjóða fram hjálp þegar einhver þarf á að halda og hafa margoft staðið fyrir söfnunum fyrir þá sem á því þurfa að halda. Með dugnaði, frumkvæði, hjálpsemi, samhyggð og góðu hjartalagi stuðla þau að samheldni í samfélaginu okkar.

Nú ætla Árni og Ragga að bjóða upp á rafrænan hamborgara fyrir Hrefnu Karen og fjölskyldu. Hrefna Karen er langveik stúlka sem verður tveggja ára í ágúst og er með fjölþættan vanda og mikla fötlun. Vegna veikinda þarf hún mikið að liggja inni á sjúkrahúsi fjarri heimili sínu á Sauðárkróki. Þegar Feykir hafði sambandi við Vilborgu, móður Hrefnu Karenar, voru þau að klára læknastúss eftir þriggja vikna fjarveru að heiman. Hrefna Karen á tvo eldri bræður og foreldrar hennar eru Vilborg Hrefna Sæmundardóttir og Halldór Örn Kristjánsson.

Nú hafa Árni og Ragga ákveðið að efna til rafræns söfnunardags þann 14. júní næstkomandi og leggja þau til að lagðar séu inn 2500 kr. á neðangreindan reikning fyrir táknrænan RAFRÆNAN HAMBORGARA og þótt formlegur söfnunardagur sé 14. júní er öllum frjálst að leggja inn hvenær sem er og að sjálfsögðu má leggja inn lægri eða hærri upphæðir - allt hjálpar fjölskyldunni.

Reiknings upplýsingar.

kt. 140688-3719

rn. 0123-15-127198

Að lokum benda hjónin á Hard Wok okkur á að rafrænn hamborgari er mjög næringarríkur, nærir bæði sálina og hjartað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir