Safnahúsið opið þrátt fyrir veiruna
Að gefnu tilefni vill starfsfólk Safnahússins á Sauðárkróki vekja athygli á því að Safnahúsið er opið, þrátt fyrir veiruna sem enn hrellir heimsbyggðina. Samkvæmt tilkynningu er bókasafnið opið frá kl. 11-18 alla virka daga og skjalasafnið frá kl. 9-12 og 13-16 alla virka daga.
„Nú eru nýju bækurnar að koma í hús, ein af annarri. Við hvetjum fólk til að koma og ná sé í bók að lesa en gætum vel að sóttvörnum. Grímur, spritt og hanskar!“ segir í tilkynningunni.
