„Saman við sitjum og saumum inni í stóru húsi...“
Langar þig til að hressa við gamla uppáhalds flík? Textílmiðstöðin, í samstarfi við fatahönnunarnemendur í Listaháskólanum, býður til vinnustofu miðvikudaginn 19. nóvember kl. 16 – 19 í Félagsheimilinu Blönduósi. Nemendur sýna áhugaverð dæmi og aðstoða þátttakendur við að breyta, bæta og/eða skapa nýja flík úr gamalli.
„Við bjóðum öllum sem geta að mæta með saumavél, skæri, tvinna o.fl. og flíkur til að vinna með. Vinnustofan er ókeypis. Vonumst til að sjá ykkur sem flest!“ segir í tilkynningu frá starfsfólki Textílmiðstöðvarinnar og nemendum í fatahönnun LHÍ.
