Samband A-Húnvetnskra kvenna heldur skemmtikvöld

Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson verða með erindi á léttu nótunum á styrktarkvöldi SAHK. Aðsend mynd.
Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson verða með erindi á léttu nótunum á styrktarkvöldi SAHK. Aðsend mynd.

Í tilefni 90 ára afmælis SAHK, Sambands Austur-Húnvetnskra kvenna, ætlar sambandið að standa fyrir skemmtikvöldi fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20 í Félagsheimilinu á Blönduósi. Allur ágóði mun renna til Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi til kaupa á baðlyftu en hún kostar um 1,2 milljónir kr.

Dagskráin verður með léttu sniði, Albert og Bergþór verða með erindi um daglegt líf á léttum nótum með söng og fleiru skemmtilegu. Hjónadúettinn Hugrún og Jonni, Sigga og Dóri verða með söngatriði, dregið verður í happdrætti, boðið verður upp á léttar veitingar og fleira.

Aðgangseyrir verður kr. 3000 en tekið skal fram að enginn posi er á staðnum Einnig verður hægt að kaupa auka happdrættismiða á 1000 kr. og eru veglegir vinningar í boði.

Skráning er á netfangið audolfur@simnet.is eða í síma 8640208 (Ingibjörg) 8463017 (Gunna). Skráningu lýkur sunnudaginn 25. nóvember. 

Fyrirtæki og þeir sem ekki sjá sér fært að mæta en vilja styðja gott málefni geta lagt inn á reikning Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar: 0307-26-270 kt. 490505 0400. Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að styrkja þetta góða málefni.

 

/Fréttatilkynning

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir