Sameiginlegir framboðsfundir í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
02.05.2022
kl. 15.18
Þrír sameiginlegir framboðsfundir til kosninga í sameiginlegu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar verða haldnir á næstu dögum. Vert er að hvetja íbúa til að mæta og kynna sér málefni flokkanna og fyrir hvað þeir standa.
Fyrsti fundurinn verður miðvikudaginn 4. maí á KK Restaurant á Sauðárkróki kl. 20:00. Kvöldið eftir, fimmtudaginn 5. maí, í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð kl. 20:30 og loks á sunnudaginn 8. maí í Höfðaborg á Hofsósi kl. 20:00.