Sameiginlegur framboðsfundur í Húnavatnshreppi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
08.05.2018
kl. 13.22
Boðað hefur verið til sameiginlegs framboðsfundar vegna komandi sveitarstjórnakosninga í Húnavatnshreppi. Verður fundurinn haldinn í Húnavallaskóla, Húnavöllum, í kvöld þriðjudaginn 8. maí og hefst kl. 20:30.
Íbúar Húnavatnshrepps eru hvattir til að fjölmenna og kynna sér stefnu framboðanna þriggja sem bjóða fram lista til sveitarstjórnar í Húnavatnshreppi þann 26. maí næstkomandi. Þeir eru: A-listi, Listi framtíðar; E-listi, Nýtt afl og N-listi, Nýtt framboð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.