Samningur við GN ehf. um akstur fyrir aldraða og þá sem þurfa hjólastól

Mynd: Blönduósbær
Mynd: Blönduósbær

Byggðarráð Blönduósbæjar fól sveitarstjóra á fundi sínum þann 22. júlí sl. að gera rammasamning við GN ehf. um akstur bæði fyrir aldraða og þá sem þurfa hjólastólaaðgengi.

GN ehf. hefur nú þegar keypt fjölnota bifreið með góðu hjólastólaaðgengi og sætum. Aukin þjónusta verður betur kynnt fyrir hlutaðeigandi og sveitarfélögum á svæðinu.

Myndir af bifreiðinni má sjá á vef Blönduósbæjar.

 /SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir