Samstarfsverkefni lögreglu og félagsþjónustu á Norðurlandi vestra

Þátttakendur í átaksverkefninu Saman gegn ofbeldi. Mynd: Facebooksíða Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Þátttakendur í átaksverkefninu Saman gegn ofbeldi. Mynd: Facebooksíða Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Saman gegn ofbeldi er átaksverkefni  sem félagsþjónustan í Austur-Húnavatnssýslu, Húnaþingi vestra og Skagafirði í samstarfi við Lögregluna á Norðurlandi vestra stendur að. Verkefnið hófst þann 4. desember og er markmið þess að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á heimilisofbeldismálum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og vernda börn sem búa við heimilisofbeldi.
 

„Það að lögreglan og félagsmálayfirvöld á Norðurlandi vestra taki höndum saman gefur skýr skilaboð út í samfélagið „um að ofbeldi á heimilum sé ekki liðið” og gerir okkur sterkari í að takast á við þetta verkefni þannig að það skili meiri árangri," segir í tilkynningu um verkefnið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir