Samþykkt að taka upp viðræður um sameiningu

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur samþykkt að taka upp viðræður við sveitarstjórn Bæjarhrepps um mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra 28. mars síðastliðinn var lagt fram bréf frá oddvita Bæjarhrepps þar sem hann, fyrir hönd sveitarstjórnar Bæjarhrepps, óskar eftir viðræðum við sveitarstjórn Húnaþings vestra um mögulega sameiningu sveitarfélaganna tveggja samkvæmt 90. grein sveitarstjórnarlaganna um frjálsa sameiningu sveitarfélaga.

Á sveitarstjórnarfundi Húnaþings vestra s.l. fimmtudag var samþykkt að taka upp viðræður við sveitarstjórn Bæjarhrepps um mögulega sameiningu sveitarfélaganna.

/Húni.is

Fleiri fréttir