Sautján sóttu um stöðu sveitarstjóra

Umsóknarfrestur um sveitarstjórastöðu í Svf. Skagafirði rann út fyrir helgi og hafa alls sautján umsóknir borist en rétt er að taka fram að enn gætu átt eftir að berast umsóknir sem póstlagðar hafa verið innan tilskilins umsóknarfrests.

Að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar formanns byggðarráðs er byrjað að fara yfir umsóknirnar og næstu skref er að finna út við hverja verður talað.  Stefáni líst vel á þá einstaklinga sem sækja um en leggur á það áherslu að heilmikil vinna sé eftir áður en niðurstaða fæst um hver verður ráðinn. –Við reynum að vinna eins hratt og við getum, en vöndum okkur samt, segir Stefán.

Eftirtaldar umsóknir um stöðu sveitarstjóra hafa borist:

Nafn Heimili Starf
Arna Bryndís Baldvinsdóttir Akureyri/R.vík Lögfræðingur (ML)
Andrés Bjarni Sigurvinsson Árborg Verkefnastjóri
Björk Sigurgeirsdóttir Akureyri Sérfr., ráðgjafi, - fv. framkv.stjóri
Daði Einarsson Sofia, Búlgaría Sérfr., ráðgjafi
Gísli Kristbjörn Björnsson Reykjavík Lögfræðingur (ML)
Hugi Jens Halldórsson Garðabær Framleiðslustjóri
Jóhann Ólafsson Dalvík (dreifbýli)  
Jón Baldvinsson Mosfellsbær Sérfr., ráðgjafi, fv. sveitarstjóri
Kjartan Þór Ragnarsson Reykjavík Lögfræðingur (BA)
Pálmi Jónasson Reykjavík Fréttamaður
Ragnar Sær Ragnarsson Reykjavík Framkv.stjóri, fv. sveitarstjóri
Sigurður Sigurðsson Garðabær Verkfræðingur
Valtýr Sigurbjarnarson Akureyri Sérfr. RHA, fv. bæjarstjóri
Theódór Skúli Halldórsson Reykjavík Framkvæmdastjóri
Þorsteinn Geirsson Kópavogi Verkefnastjóri
Þórður Ingi Bjarnason Hafnarfjörður Vaktstjóri
Þórir Kristinn Þórisson Fjallabyggð fv. bæjarstjóri

Fleiri fréttir