Selarannsóknir við Selasetur Íslands 2008-2020

Opinn fyrirlestur verður haldinn á Selasetri Íslands á Hvammstanga 20 febrúar þar sem flutt verður samantekt af selarannsóknum sem hafa verið stundaðar við Selasetrið, ásamt þýðingu þeirra fyrir samfélag og selastofna.

Í erindinu verður farið yfir það selarannsóknastarf sem hefur verið stundað við Selasetrið í samstarfi við Hafrannsóknastofnun (áður Veiðimálastofnun), allt frá því að Rannsóknardeild Selaseturs hóf störf til dagsins í dag. Í tilkynningu frá Selasetri kemur fram að tvær selategundir kæpa við Íslandsstrendur; útselir og landselir og því hefur kastljósið beinst að þeim. Mikill fækkun hefur orðið í báðum stofnum síðan talningar hófust á áttunda áratugnum og því eru báðar selategundirnar á válista íslenskra spendýra í dag.

„Samhliða þessari fækkun á sér stað mikil bein og óbein samskipti sela og manna, m.a. vegna fiskveiðimanna (sjómennska og laxveiðiiðnaður) og nýlega vegna uppbyggingu ferðaþjónustunnar og selaskoðun. Í ljósi þess hefur verið nauðsynlegt að rannsaka betur líffræði sela við íslenskar aðstæður, áhrif á selastofna af mannavöldum, ásamt hugsanlegum áhrifum sela á athafnir manna.“

 Í fyrirlestrinum verður farið yfir helstu rannsóknarverkefnin á líffræði og vistfræði sela; aðferðir við selarannsóknir útskýrðar, niðurstöður kynntar og þýðingu slíkrar rannsóknar fyrir selastofna við strendur landsins, ásamt samfélaginu, ræddar. Meðal annars verður fjallað um útbreiðslu landsela og útsela og breytingar í stofnstærð frá því að talningar hófust 1980. Einnig verður fjallað um rannsóknir á fæðuvali sela og samspil þeirra við fisk- og laxveiðar, áhrif ferðamennskunnar á seli og hvernig er hægt að lágmarka neikvæð áhrif vegna truflana af mannavöldum. Fyrirlesturinn verður á íslensku.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir