Selatalningin mikla er á laugardaginn

MYND: sigridur wöhler
MYND: sigridur wöhler

Hin árlega selatalning á Vatnsnesi og Heggstaðanesi fer fram laugardaginn 30. júlí. Talningin er á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga og er óskað eftir sjálfboðaliðum við talninguna.
„Við hvetjum alla til að taka þátt, hvort sem þú ert heimamaður, landeigandi eða ferðamaður á ferð þinni um landið. Með þátttöku gefst fólki kostur á að skoða landsel í sínu náttúrulega umhverfi,“ segir í tilkynningu frá Selasetrinu.

Dagskrá dagsins:

Kl. 13:30, er afhending gagna, kynning og þjálfun á Selasetrinu.

Kaffiveitingar í boði fyrir þátttakendur.

Kl. 15:00-19:00, fer selatalningin fram og gott er að hafa með sér sjónauka. Skráning gagna fram á netinu eða með því að skila gögnum á Selasetrið.

/huni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir