Séra Sigríður á annarri

Séra Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur á Sauðárkróki er nú í veikindaleyfi eftir að hásin slitnaði í öðrum fæti hennar.

Í vor sem leið lenti Sigríður í því að hásin slitnaði er hún var að hlaupa á eftir hrossum sem verið var að smala. Og aðspurð um hvort sama sin hefði farið sundur svaraði hún,-Jú, hún fór aftur. Núna var hún saumuð og vonandi heldur hún betur.

Sigríður verður í veikindaleyfi a.m.k. í sex vikur. Séra Gísli Gunnarsson mun leysa hana af þann tíma sem leyfi Sigríðar varir.

Fleiri fréttir