Síðasta mótið í SAH mótaröðinni
Síðasta mót vetrarins í SAH mótaröðinni fór fram í reiðhöllinni Arnargerði á föstudagskvöldið 13. apríl sl. þar sem keppt var í fimmgangi í fullorðinsflokkum og T7 í öllum flokkum. Þátttaka var með ágætum og voru skráningar rúmlega 30.
Neisti bauð félagsmönnum sínum í pítsuveislu að lokinni forkeppni og tókst hún vel. Félagið þakkar SAH-Afurðum fyrir stuðninginn í vetur og þátttakendum og áhorfendum fyrir skemmtileg mót.
Úrslit á lokamóti SAH mótaraðarinmar:
Úrslit - Börn T7
1. Inga Rós - Feykir frá Stekkjardal.
2. Kristín Erla - Fengur frá Höfnum.
3. Tanja Birna - Glæsir frá Steinnesi.
4. Þórey Helga - Kjarkur frá Búlandi.
5. Elísabet - Hnoss frá Hvammi.
6. Amanda - Sóti frá Bólstaðarhlíð.
Úrslit - Áhugamannaflokkur T7
1. Karen Ósk - Stika frá Blönduósi 6,8
2. Harpa - Drottning frá Blönduósi 6,5
3. Jóhanna Stella - Freyja frá Torfastöðum 6,3
4. Berglind - Dís frá Steinnesi 6,0
5. Sólrún Tinna - Pipar frá Reykjum 5,8
Úrslit - Unglingar T7
1. Ásdís Freyja - Þruma frá Þingeyrum 5,0
Úrslit - Opinn flokkur T7
1. Guðjón - Bassi frá Laxholti 7,3
2. Ásdís - Þjónn frá Hofi 6,0
3. Eline - Vaki frá Hofi 5,0
4. Hanna - Léttir frá Hæli 4,5
Úrslit - Opinn flokkur fimmgangur
1. Hallfríður - 5,6
2. Jón Kristófer - Lyfting frá Hæli 5,6
3. Veronika - Rós frá Sveinsstöðum 5,2
4. Hanifé - Jasmín frá Hæli 4,9
Stigahæstu knapar SAH mótaraðarinnar:
Opinn flokkur - Guðjón Gunnarsson.
Áhugamannaflokkur - Karen Ósk Guðmundsdóttir.
Unglingaflokkur - Ásdís Freyja Grímsdóttir.
Barnaflokkur - Inga Rós Suska Hauksdóttir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.