Síðasta opnunarhelgi hjá Djásn og dúllerí
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
27.08.2010
kl. 08.14
Nú fer að líða að lokum sumar-opnunar handverks- og hönnunarmarkaðar Djásna og dúllerís á Skagaströnd. Síðasta opnunarhelgin er 28. og 29. ágúst og er því um að gera að nota nú tækifærið og verða sér úti um hlýja vetlinga, sokka, húfur, eyrnabönd og lopapeysur fyrir veturinn.
Á vef Skagastrandar segir að gera megi ráð fyrir því að a.m.k. 1500 manns hafi lagt leið sína í kjallarann á gamla Kaupfélagshúsinu þennan rúmlega mánuð sem það hefur verið opið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.