Síðasta sýning á Nei ráðherra á laugardaginn
Nú er komið að leiðarlokum hjá þeim Örvari Gauta Scheving, ráðherra, Gógó ritara og Guðfinni Maack, aðstoðarmanni ráðherra, og öllum hinum sem glatt hafa áhorfendur í Bifröst undanfarnar vikur í Bifröst í leikritinu Nei ráðherra Leikfélags Sauðárkróks.
Síðustu sýningar verða á morgun, föstudaginn 13. maí kl. 20 og laugardaginn 14. maí kl.16. Áður auglýst sýning sunnudaginn 15. maí fellur niður.
Þeir sem eiga eftir að sjá þessa skemmtilegu uppfærslu er bent á miðasölusímann 8499434.