Síðasti leikur meistaraflokks kvenna
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.08.2010
kl. 15.15
Í kvöld klukkan 19:00 leikur meistaraflokkur Tindastóls/Neista sinn síðasta leik í Íslandsmótinu í 1. deild er þær taka á móti HK/Víkingi á Sauðárkróksvelli.
Gengi stelpnanna í sumar hefur verið misjafnt þar sem þær hafa unnið þrjá leiki en tapað sjö en sitja nú í 5. og þriðja neðsta sæti A-riðils með 11 stig. Leikirnir hafa þó verið spennandi og skemmtilegir áhorfs en oft hefur vantað upp á að klára sóknir með marki.
Síðast er liðin léku saman fór HK/Víkingur með sigur af hólmi 2-0 en þær sitja nú í 3. sæti deildarinnar með 18 stig.
Allir á völlinn í kvöld og hvetjum stelpurnar til sigurs.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.