Síðustu forvöð að sjá Emil á Króknum

Um helgina eru síðustu forvöð að sjá sýninguna Emil í Kattholti í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks. Bætt var við þremur sýningum vegna góðrar aðsóknar og verða þá alls ellefu sýningar. Aukasýningarnar verða í dag, föstudag, laugardag og sunnudag. Nánari upplýsingar hér að neðan:

Föstudag 24. október kl. 17:30
Laugardag 25 október kl 14:00
Sunnudag 26 október kl 16:00

Miðasala er í síma 849 9434 og einnig í Bifröst 30 mín. fyrir sýningar

 

Fleiri fréttir