Síðustu forvöð að skrá sig á árshátíð Léttfeta

Hestamannafélagið Léttfeti ætlar nk. föstudagskvöld að halda enn eina snilldar árshátíðina eins og skemmtinefndin orðar það en þar verður sannarlega boðið upp á magnaða skemmtun ef allt fer sem horfir.

Maturinn verður sem fyrr eldaður af félagsmönnum og rennur allur afrakstur til kaupa á eldhústækjum í Tjarnarbæ. Dulmögnuð skemmtiatriði verða á dagskrá og í veislustjórn var narraður Guðmundur Sveinsson og svo munu hinir síungu Geiri og Jói halda fólkinu í skagfirskri sveiflu fram á nótt.

Einungis 100 miðar eru í boði og stendur forsalan fram til kl. 20:00 í kvöld 28. feb. hjá Steinunni í síma 865-0945 og Camillu í síma 869-6056.

Fleiri fréttir