Síðustu forvöð að tilkynna viðburði í Sæluviku
Nú fer hver að verða síðastur að skila inn upplýsingum um viðburði í Sæluvikudagskrá 2018 en hún verður að þessu sinni haldin dagana 29. apríl til 5. maí. Sem fyrr boðið upp á fjölbreytta menningardagskrá víðs vegar um Skagafjörð. Þeir sem eiga eftir að tilkynna viðburðinn sinn eru hvattir til að senda upplýsingar á bryndisl@skagafjordur.is eða hafa samband við Bryndísi Lilju í síma 455-6000.
Þá er einnig óskað eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2018 en þau eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.
Tilnefningar má senda á netfangið sigfus@skagafjordur.is eða skila inn skriflega í afgreiðslu Ráðhússins á Sauðárkróki. Þær þurfa að berast fyrir fimmtudaginn 5. apríl nk.
Seinni helgina í Sæluviku, 5.-6. maí, verður haldin atvinnulífssýning í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og verður hún með sama sniði og fyrri sýningar árin 2010, 2012 og 2014. Sýnendum gefst kostur á að kynna starfsemi sína í sérstökum básum í íþróttahúsinu en jafnframt er heimilt að selja þar vörur. Þá verða haldnar nokkrar málstofur um fjölbreytt málefni sömu daga. Svið verður á sýningarsvæðinu og hin ýmsu atriði sem fólk vill bjóða upp á eru mjög velkomin, segir á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Samhliða sýningunni verður haldið upp á 20 ára afmæli sveitarfélagsins en í ár eru 20 ár liðin síðan ellefu sveitarfélög í Skagafirði sameinuðust í eitt.
Tengd frétt: Sæluvika Skagfirðinga og atvinnulífssýning framundan
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.