Sigríður, Jóhann og Magnús unnu sína flokka
Opna Fiskmarkaðsmótið á Skagaströnd sem jafnframt er minningarmót um Karl Berndsen var haldið á Háagerðisvelli á laugardaginn. Veður var þokkalegt og mættu 32 keppendur til leiks.
Úrslit urðu sem hér segir:
- Kvennaflokkur/ höggleikur:
- 1. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS
- 2. Guðrún Ásgerður Jónsdóttir GÓS
- 3. Dagný Marín Sigmarsdóttir GSK
Karlaflokkur/höggleikur:
- 1. Jóhann Örn Bjarkason GSS
- 2. Magnús G.Gunnarsson GSS
- 3. Brynjar Bjarkason GSS
Punktakeppni m.forgjöf
- 1. Magnús G.Gunnarsson GSS
- 2. Dagný Marín Sigmarsdóttir GSK
- 3. Sigurður Sigurðarson GSK
Aðal styrktaraðili mótsins var Fiskmarkaður Íslands hf.
Golfklúbbarnir á Blönduósi, Sauðárkróki og Skagaströnd hafa um árabil átt gott samstarf og hafa m.a. staðið fyrir sameiginlegu mótahaldi undir nafni Norðvesturþrennunnar og var Opna Fiskmarkaðsmótið síðast þriggja móta í þeirri mótaröð. Sigurvegarar í Norðvesturþrennunni í ár urðu Árný Lilja Árnadóttir GSS í kvennaflokki og Magnús G.Gunnarsson GSS í karlaflokki, en þau náðu bestu samanlögðum árangri á þeim þremur mótum sem tilheyrðu mótaröðinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.