Sigur á Sauðárkróksvelli

Stelpurnar í meistaraflokk Tindastóls buðu liði Einherja í heimsókn í gærkvöldi og gerðu sér lítið fyrir og nældu í þrjú stig, en lokatölur voru 2-1 fyrir Tindastól. Tindastóll spilar í C-riðli í fyrstu deild og situr í öðru sæti með 17 stig. 

Einherji komst yfir á 20. mínútu leiksins, en það var Karítas Anja Magnadóttir sem skoraði það. Staðan í hálfleik var því 1-0 fyrir Einhverja. Stelpurnar í Tindastól komu þó mun sterkari til baka í seinni hálfleik og skoruðu tvö mörk; á 47. - og 52. mínútu leiksins. Það var Hrafnhildur Björnsdóttir sem skoraði þau bæði. Lokatölur leiksins voru 2-1 og Tindastóll fengu þrjú mikilvæg stig.

Fleiri fréttir