Silfurverðlaun fyrir ferðabrú fyrir fé og hross

Á lokahófi Nýsköpunarkeppni grunnskólanna var haldið í gær, eftir tveggja daga vinnusmiðju þeirra sem komust í úrslit, voru veitt verðlaun í þremur aðalflokkum. Þórir Árni Jóelsson, nemandi í Varmahlíðarskóla í Skagafirði hreppti silfurverðlaun fyrir hönnun sína í flokknum Sköpunarkraftur, frumkvæði og uppfinningagleði.

Þórir Árni tók við verðlaunum úr hendi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Hann hannaði "Ferðabrú fyrir fé og hross".

Nokkrir þátttakenda kynntu sín verkefni við hátíðahöldin. Þar á meðal voru Andri Snær Tryggvason og Ari Óskar Víkingsson, einnig nemendur Varmahlíðarskóla, sem kynntu hugmynd sína og útfærslu á hlaupahjólatösku. Þeir fengu bikar fyrir góða framsögn og upplýsingamiðlun, sem JC á Íslandi veitir einum keppanda ár hvert.

Fleiri fréttir