Sjálfstæðisflokkurinn boðar til íbúafunda
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði bjóða til þriggja funda í sveitarfélaginu til að ræða við íbúa Skagafjarðar um stefnumál flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Frambjóðendur vilja heyra frá íbúum og hverjar áherslur þeirra eru, svo sem um skóla og leikskóla, íþróttir og tómstundir, atvinnu-, ferða- og menningarmál, landbúnaðarmál og umhverfismál ásamt fleiri áherslum sem varða Skagafjörð.
Fundirnir verða sem hér segir:
Mánudaginn 7. maí kl 18 á Hótel Varmahlíð (súpufundur).
Miðvikudaginn 9. maí kl 18 í Sólvík, Hofsósi (súpufundur).
Fimmtudaginn 10. maí kl 17 á Kaupvangstorgi 1, Sauðárkróki (kaffi og kruðerí).
Við viljum heyra hvað þú hefur að segja – taktu þátt í að móta framtíðarstefnu Skagafjarðar.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.