Sjálfstæðismenn ósáttir við sinn hlut í sveitastjórn

 Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við bæði afgreiðslur atvinnu- og ferðamálanefndar og félags- og tómstundanefndar á fundi sveitastjórnar í gær. Óskuðu fulltrúarnir bókað að ástæða þess sé að flokkurinn eigi enga að komu að þessum nefndum hvorki með fastafulltrúa né áheyrnarfulltrúa.

segir í bókun fulltrúanna að núverandi fyrirkomu lag veki áhyggjur þar sem næst stærsta stjórnmálaaflið í sveitastjórn Skagafjarðar hafi engan aðgang bæði að þeim nefndarstörfum sem varða atvinnuuppbyggingu og eflingu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu sem og félag- og tómstundamálum. Er það þeirra skoðun að þetta fyrirkomulag sé algerlega andstætt þeim stefnumiðum, sem allir flokkar lögðu fram fyrir kjósendur í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosningar, um eflingu atvinnulífs í Skagafirði.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar atvinnumálanefndar en Sigurjón Þórðarson sat hjá við bókun félags- og tómstundanefndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir