Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í heimsókn á Blönduósi

Jón Bjarnason nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kom í heimsókn á bæjarskrifstofuna á Blönduósi í vikunni  en hann var að koma af ríkisstjórnarfundi á Akureyri. Notaði Jón tækifærið og átti fund með bæjarstjóra og sýslumanni ásamt fleiri gestum sem samglöddust með Jóni heima í héraði í tilefni af fyrstu heimsókn hans en hann tók við
sem ráðherra á sunnudaginn var.

Jón er öllum vel kunnugur á Blönduósu  enda hefur hann búið síðustu 10 ár á Blönduósi. Blönduósbær
færir Jóni góðar kveðjur í tilefni þessara tímamóta hjá honum.

Fleiri fréttir