Sjö umsækjendur um starf sveitarstjóra Blönduósbæjar

Mynd af www.blonduos.is
Mynd af www.blonduos.is

Fréttin hefur verið uppfærð

Sjö umsækjendur voru um stöðu sveitarstjóra Blönduósbæjar, sem auglýst var laus til umsóknar, og rann umsóknarfresturinn út þann 2. júlí síðastliðinn.

Í fundargerð  sveitarstjórnar Blönduósbæjar frá því gær kemur fram að sveitarstjórn muni halda áfram að vinna að málinu og fara yfir umsóknir umsækjenda.

Umsækjendur eru í stafrófsröð:

Auðunn Steinn Sigurðsson

Gunnar Rúnar Kristjánsson

Gunnólfur Lárusson

Hjörleifur Hallgrímur Herbertsson

Linda Björk Hávarðardóttir

Valdimar O. Hermannsson

Alls sóttu 8 aðilar um stöðu sveitarstjóra hjá Blönduósbæ.  Ein umsókn barst of seint og var því hafnað og einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

Einnig var samþykkt tillaga um að sveitarstjórn taki ekki sumarfrí sumarið 2018 í ljósi þeirra aðkallandi verkefna sem liggja fyrir.

 

/Lee Ann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir