Sjóvörn og sandfangari í smíðum

Á meðfylgjandi loftmynd má sjá hvar sjóvarnargarðarnir munu verða staðsettir. Aðsend mynd.
Á meðfylgjandi loftmynd má sjá hvar sjóvarnargarðarnir munu verða staðsettir. Aðsend mynd.

Framkvæmdir við gerð sjóvarnar og lenging sandfangara á Hafnarsvæðinu á Sauðárkróki hófust í morgun en um er að ræða gerð sjóvarnargarðs meðfram Þverárfjallsvegi og Skarðseyri á um 450 m kafla og lengingu sandfangara um 30 metra. Það er verktakafyrirtækið Víðimelsbræður ehf. sem sjá um verkið.

Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri.

Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri, aðgætir framkvæmdir ená bak við hann má sjá vinnuvél Víðimelsbræðra í morgun. Mynd: PF.

Að sögn Dags Þórs Baldvinssonar verður sjóvörnin hækkuð um u.þ.b. einn metra þannig að hæð hennar verði +5,0 m í hæðarkerfi hafnarinnar.  Verklok á öllum framkvæmdum eru áætluð 31. desember þessa árs.

Fréttir voru fluttar af miklum skemmdum sem urðu á sjóvarnargarðinum síðastliðinn vetur þegar ítrekað flæddi yfir í þeim miklu óveðrum sem riðu yfir landið. Vonast er til að hækkun garðana verði til þess að þeir standist vond veður og sjólag. Áætlun gerði ráð fyrir því að framkvæmdir á Skarðseyri, sem stefnt er að í ár, kosti allt að 50 milljónum króna en það eru Vegagerðin og Sveitarfélagið Skagafjörður sem standa að þeim, eftir því sem Feykir greindi frá fyrr í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir