Sjúkraflutningamenn og ríkið ná samkomulagi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
29.05.2017
kl. 09.29
Fyrir helgina náðust samningar í kjaradeilu sjúkraflutningamanna á Blönduósi og ríkisins. Valdimar Friðriksson, framkvæmdastjóri slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segist í samtali við RÚV vera sáttur við niðurstöðuna og vonast hann til að sama gildi um félagsmenn. Með samkomulaginu eru sjúkraflutningamönnum m.a. tryggðar bakvaktagreiðslur með sama formi og öðrum opinberum starfsmönnum.
Eins og áður hefur komið fram höfðu sex sjúkraflutningamenn í hlutastarfi sem starfa við HSN á Blönduósi sagt upp störfum en vonast var til að þeir drægju uppsagnir sínar til baka.