Skagaströnd kaupir hlut í Ámundakinn ehf.
Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar í gær, 15. mars, var lagt fyrir erindi frá Ámundakinn ehf. þar sem óskað var eftir að sveitarfélagið keypti 5 milljóna króna hlut í Ámundakinn ehf. á genginu 1,8 og nemur kaupverðið því 9 milljónum króna. Ástæða beiðnarinnar er að þörf er á viðhaldi og endurbótum á húsnæði félagsins að Bogabraut 1 á Skagaströnd sem Samkaup leigir undir verslunarrekstur sinn.
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að verða við erindinu. Við þessi viðskipti hækkar hlutur sveitarfélagsins í Ámundakinn ehf. úr 0,62% í 3,01%. Oddvita og sveitarstjóra var falið að ganga frá samkomulagi um málið.