Skagaströnd semur við Vinnuvélar Símonar um fráveitu

Rúnar Símonarson frá Vinnuvélum Símonar og Alexandra Jóhannesdóttir sveitarstjóri á Skagaströnd handsala samninginn. MYND: SKAGASTRÖND.IS
Rúnar Símonarson frá Vinnuvélum Símonar og Alexandra Jóhannesdóttir sveitarstjóri á Skagaströnd handsala samninginn. MYND: SKAGASTRÖND.IS

Sveitarfélagið Skagaströnd og Vinnuvélar Símonar skrifuðu í dag undir verksamning um fyrsta áfanga fráveituframkvæmda sem munu hefjast í lok ágúst næstkomandi. Samkvæmt frétt á vef Skagastrandar er heildarkostnaður við verkefnið um 123 mkr. en ríkið leggur styrk til verkefnisins sem nemur 30% af kostnaði.

Áætlað er að framkvæmdum ljúki næsta vor en verkefnið felur í sér að gera sniðræsi fráveitu frá Hólanesi til norðurs meðfram Hólanesvegi og Strandgötu að Einbúastgí. Samhliða verður sjóvörnin endurgerð og færð fram og gerð gönguleið sjávarmegin við strandgötuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir