Skagfirðingafélagið 80 ára

Skagfirðingafélagið í Reykjavík fagnaði 80 ára afmæli sínu sl. laugardag í samkomusal Ferðafélags Íslands. Í tilefni tímamótanna var ákveðið að gefa út afmælisdisk með 10 glænýjum skagfirskum dægurlagaperlum sem fluttar voru um kvöldið. Ber hann heitið Kveðja heim.

Fjölmargir gestir komu í veisluna og samfögnuðu stjórn Skagfirðingafélagsins og skemmtu sér vel.  Valgerður Erlings Péturssonar var kynnir kvöldsins og þeir Sigvaldi Gunnarsson og Reynir Snær Magnússon spiluðu fyrir dansi fram á nótt.

Meðfylgjandi myndir tók Vala Friðriks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir