Skagfirðingar krækja í verðlaun á Landsmóti UMFÍ 50+

Þriðja Landsmót UMFÍ+50 í Vík í Mýrdal lýkur í dag en þar hefur verið keppt alla helgina. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, setti mótið á föstudagskvöldið þar sem milli 400-500 manns voru mættir. Þar tilkynnti hún að stjórn UMFÍ hefði komist að þeirri niðurstöðu að Landsmót UMFÍ 50+ 2015 yrði haldið á Blönduósi. UMSS átti keppendur á mótinu sem stóðu sig vel.

Karl Lúðvíksson keppti í nokkrum greinum hjá körlum60-64 ára.

  • 2. sæti   100m hlaupi á 14,9 sek.
  • 4. -       kringlukast 20,31m.
  • 3. -       spjótkast 28,14m.
  • 1. -       langstökk 4,22m
  • 3. -       kúluvarp  7,73m

Valgeir Kárason keppti í flokki 60-64 ára karla bæði í hjólreiðum og sundi.

  • 1. sæti hjólreiðar leið 2: 14,5 km 51:45,58
  • 1. -       50 m skriðsund 32,29
  • 1. -       fjórsund 1:00,28
  • 1. -       100m bringusund 1:47,23
  • 1. -       baksund 59,53 50m
  • 1. -       100m skriðsund 1:18,45
  • 1. -       4x33 m frjáls aðferð 1:39,12 ásamt Guðmundu Ólöfu Jónasdóttur, Ingimundi Ingimundarsyni og Björgu H. Kristófersdóttur

Þá keppti Steinunn Hjartardóttir í sundi og krækti í tvenn silfurverðlaun.

  • 2. sæti 100 m bringusund 2:36,24
  • 2. -       baksund 1:31,91

Nánari úrslit er hægt að sjá HÉR

Mótið árið 2014 verður haldið á Húsavík.

Fleiri fréttir