Skagfirðingar! Náið ykkur í eintak af Fjallkonunni

Vissir þú að bókin Fjallkonan, þú ert móðir vor kær, sem var gjöf allra landsmanna í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins bíður þín á Héraðsbókasafni Skagfirðinga á Faxatoginu á Króknum. Einnig er hægt að nálgast eintak í öllum sundlaugum Skagafjarðar og hér er hægt að sjá opnunartímann á hverjum stað fyrir sig. 

Fjallkonan er þjóðartákn og í bókinni er kafað ofan í sögu hennar og tilurð sem þjóðartákns og ávörpin sem flutt hafa verið af íslenskri fjallkonu allt frá árinu 1947, ásamt úrvali þjóðhátíðarljóða. Í bókinni eru m.a. þýðingar á ensku og pólsku.

Íbúar Skagafjarðar eru hvattir til að fá sér göngutúr í góða veðrinu og sækja sér eintak.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir