Skagfirðingur í úrslit Bocuse d'Or
Þráinn Freyr Vigfússon tæplega þrítugur Skagfirðingur lenti í áttunda sæti í forkeppni Bocuse d'Or sem haldin var í Genf í Sviss 6-8 júní. Hann er því á leiðinni til Lyon í Heimsúrslitakeppnina sem haldin verður í byrjun næsta árs.
Bocuse d’Or er oft kölluð hin eina sanna Heimsmeistarakeppni í matreiðslu þar sem hún er sú allra virtasta og komast færri þjóðir að en vilja. Alls fá 24 þjóðir keppnisrétt eftir að hafa komist áfram úr forkeppni í sinni heimsálfu.
20 þjóðir kepptu í forkeppninni þetta árið en einungis 12 þjóðir komust áfram. spennandi var því að sjá hvaða Evrópuþjóðir kæmust til Lyon. Voru það frændur vorir Danir sem unnu gullið, Norðmenn hrepptu silfrið og voru það Frakkar sem hlutu bronsið.
Þeir sem vilja forvitnast meira um aðrar hliðar Þráins er svo bent á þennan link
http://www.feykir.is/archives/13885
en hann birtist í hinum brottflognu á Feyki.is 29. september 2009
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.