Skaginn norðan Gauksstaða enn rafmagnslaus

Klukkan 07:45 í morgun leystu tengivirki í Hrútatungu og Glerárskógum út vegna seltu í tengivirki Landsnets í Hrútatungu. Öll Húnavatnssýslan, dalirnir, Fellsströnd, Skarðsströnd og Skógarströnd urðu rafmagnslaus í einhvern tíma. Á heimasíðu RARIK kemur fram að vegna gríðarlegrar seltu megi búast við áframhaldandi truflunum á þessum svæðum í dag og fram á nótt.

Svo til öll heimili á veitusvæði RARIK eru komin með rafmagn, margir þó tengdir varaaflsvélum, en Skaginn norðan Gauksstaða í Skagafirði er rafmagnslaus en varaafl er keyrt. Mikill mannskapur er nú í viðgerðum á línunni.

Sumarbústaðir og heimili sem hafa verið rýmd gætu enn verið rafmagnslaus og biður RARIK notendur sem eru tengdir varaafli að spara rafmagn eins og kostur er.

RARIK mun þurfa að keyra varaafl þangað til búið er að gera við flutningskerfi Landsnets. Enn er mikið af bilunum í dreifikerfi RARIK sem taka mun nokkra daga að lagfæra og búast má við truflunum á afhendingu rafmagns á meðan þetta ástand varir. Einnig má búast við mögulegum skömmtunum á rafmagni þegar atvinnulífið fer í gang eftir helgina.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir