Skákþing Norðlendinga á Króknum um helgina
Skákþing Norðlendinga, sem jafnframt er afmælismót Haraldar Hermannssonar frá Mói, sem verður níræður nú í aprílmánuði, verður haldið í Safnahúsinu á Sauðárkróki næstu helgi. Mótið hefst á föstudagskvöld klukkan 20:00 og teflt áfram á laugardegi og sunnudegi. Tæplega 20 keppendur eru nú skráðir til leiks, þar á meðal Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari og margfaldur Íslandsmeistari.
Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu Skákfélags Sauðárkróks, www.skakkrokur.blog.is. En þar er jafnframt hægt að skrá sig til leiks fram á föstudag, en áhorfendur eru einnig velkomnir alla keppnisdaganna.