Skeiðað að Hólum

Skeiðfélagið Kjarval hyggst standa fyrir námskeiði fyrir skeiðáhugafólk þar sem lögð er sérstök áhersla á ræsingu úr skeiðbásum. Leiðbeinandi verður hinn heimskunni skeiðgarpur Sigurbjörn Bárðarson.

Námskeiðið verður haldið að Hólum í Hjaltadal, dagana 17. og 18. apríl nk. og mun Sigurbjörn leiða nemendur í allan sannleikann um  þjálfun hrossa og knapa í notkun  skeiðbása. Námskeiðið verður opið öllum, en félagar í skeiðfélaginu Kjarval sitja fyrir.

Nánari upplýsingar um skráningu, tíma og gjald verður auglýst síðar.

Fleiri fréttir