Skemmtileg Þjóðleikshelgi

Fyrir nokkru var haldið á Dalvík námskeið sem er hluti af stóru verkefni sem fræðsludeild Þjóðleikhússins hefur frumkvæði að á landsbyggðinni og heitir Þjóðleikur. Nokkrir hópar af Norðurlandi vestra taka þátt. 

Á námskeiðinu var áhersla lögð á leikstjórn, ljósa-,leikmynda- og búningahönnun. Leiðbeinendur voru þau Vigdís Jakobsdóttir, Halldór Örn Óskarsson og Rebekka A. Ingimundardóttir.

Þrjú leikrit hafa verið skrifuð fyrir Þjóðleik þar sem hver hópur setur upp leiksýningu í sinni heimabyggð og frumsýnir þegar honum hentar. Helgina 1-3.apríl 2011 verður haldin lokahátíð þar sem hóparnir koma saman með sýningar sínar.

Á Fésbókinni er hægt að finna myndir sem teknar voru af Vigdísi Jakobsdóttur á námskeiðinu á Dalvík.

Fleiri fréttir