Skemmtilegar nýjungar á Héraðsbókasafni Austur-Húnvetninga

Nýi sófinn. Mynd: Facebooksíða Héraðsbókasafns A-Hún.
Nýi sófinn. Mynd: Facebooksíða Héraðsbókasafns A-Hún.

Á Héraðsbókasafni Austur-Húnvetninga hafa skemmtilegar nýjungar bæst við upp á síðkastið eins og vakin er athygli á á Facebooksíðu safnsins. Þar hefur nú verið innréttað nýtt lesherbergi fyrir unglinga í því herbergi sem Upplýsingamiðstöðin var áður til húsa. Einnig er þar kominn nýr sófi í glaðleglum lit og nýjar bókahillur.

Nýir bókarekkar. Mynd: Facebooksíða Héraðsbókasafns A-Hún

Héraðsbókasafn Austur-Húnvetninga er rekið af tveimur sveitarfélögum, Húnavatnshreppi og Blönduósbæ. Í því eru skráð um 20 þúsund bindi og árlega er keypt mikið úrval af bókum og tímaritum. Það er til húsa að Hnjúkabyggð 30 á Blönduósi og er opið á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum klukkan 14-18 og á þriðjudögum klukkan 10-16.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir