Skíðasvæðið Tindastóls opnaði í dag
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
31.10.2008
kl. 14.09
Þrátt fyrir að í byggð sé suðvestan rok er blíða upp á skíðasvæði Tindastóls en svæðið var opnað fyrr í dag. Færið er að sögn forstöðumanns æðislegt og veðrið suðvestan átta og hiti 3 gráður.
Eitthvað af fólki er þegar komið í brekkurnar og segir Viggó að ekki þurfi að örvænta þó hláni því nægur snjór sé á skíðasvæðinu.
Nú er bara að vaxa skíðin og skella sér í stólinn. Vefmyndavél frá svæðinu má sjá hér