Skólabílstjóri óskast
Sveitastjórn Húnaþings vestra óskar á heimasíðu sinnu eftir tilboðum í akstur grunnskólabarna í Húnaþingi vestra. Í auglýsingu frá sveitarfélaginu kemur fram að umsækjendur þurfi að hafa hreint sakavottorð en tilboð verða opnuð þann 12. apríl.
Í útboðsgögnum sem afhent eru á skrifstofu sveitarfélagsins gegn 1000 króna gjaldi kemur fram það aksturskerfi sem áætlað er að aka eftir á skólaárinu 2011-2012, ásamt búsetu nemenda og vegalengdum á hverri leið. Tilboð má gera í heildarakstur eða einstaka Sveitarstjórn áskilur sér allt að 15 daga frest til að vinna úr tilboðunum. Einnig áskilur sveitarstjórn sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.