Skólarnir hefjast á ný
Það er ekki bara veðurfarið sem minnir okkur á að haustið sé komið heldur munu skólarnir verða settir hver af öðrum í þessari viku. Grunnskólarnir þrír í Skagafirði verða allir settir á morgun en börnin í Varmahlíðarskóla munu hefja lærdóm strax klukkan níu í fyrramálið en í honum skólunum láta menn sér nægja að afhenda stundarskrá á morgun og hefja kennslu á miðvikudag.
Skólasetning í Varmahlíð verður klukkan 08:30 og mæta allir nemendur á sama tíma.
Í Árskóla mæta nemendur sem hér segir;
4. bekkur kl. 09:00
5. bekkur kl. 09:30
6. bekkur kl. 10:00
7. bekkur kl. 10:30
9. bekkur kl. 11:00
10. bekkur kl. 11:30
3. bekkur kl. 13:00
2. bekkur kl. 13:30
1. bekkur kl. 14:00
8. bekkingar mæti til skólasetningar mánudaginn 30. ágúst kl. 10:00 en þeir munu nú í morgunsárið halda til fimm daga dvalar í Vatnaskógi.
Nemendur 4. - 10. bekkjar mæti í Árskóla við Skagfirðingabraut,
en nemendur 1. - 3. bekkjar í Árskóla við Freyjugötu.
Grunnskólinn Austan Vatna verður settur sem hér segir;
Nemendur á Hólum mæti klukkan 09:00
Á Sólgörðum mæti nemendur klukkan 10:00
Nemendur á Hofsósi mæti síðan klukkan 11:00
Feykir.is minnir ökumenn á að nú munu stuttir fætur koma á götuna á nýjan leik í morgunsárið og því brýnna en nokkru sinni að fara varlega.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.