Skólaslit Árskóla

Skólaslit Árskóla verða annars vegar mánudaginn 26. maí kl 19 fyrir 9. og 10 bekk og hinsvegar miðvikudaginn 28. maí fyrir 1.-4. bekk kl. 15 og fyrir 5.-8. bekk kl. 16. 

Hin árlega gleðiganga Árskóla verður farin mánudaginn 26. maí frá Árskóla. Þann dag mæta nemendur í litskrúðugum fatnaði en gangan fer af stað kl. 10:00.

Gengið verður frá Skagfirðingabraut sem leið liggur upp að Heilbrigðisstofnun og þar verður skólasöngurinn sunginn. Þá er haldið niður á Skagfirðingabraut og gengið að Ráðhúsinu og til baka að Árskóla þar sem grillað verður ofan í mannskapinn.

Er öllum bæjarbúum boðið að taka þátt í göngunni með nemendum og starfsfólki skólans og gera sér glaðan dag í góðum félagsskap.

Fleiri fréttir