Skólaþróun í Árskóla vekur athygli

Árkóli
MYND: IÖF
Árkóli MYND: IÖF

Í ár hafa komið nokkrar greinar í tímaritinu Skólaþræðir, sem er tímarit samtaka áhugafólks um skólaþróun, um framgang í eflingu skólastarfs á Íslandi og árangur þess að færa rekstur grunnskóla frá ríkinu til sveitarfélaga. 25 ár eru síðan þessi breyting átti sér stað og er þess vegna um að ræða ákveðna tímamóta yfirferð á því hvernig skólastarfi hefur vegnað undir þessu nýja skipulagi.
Mikið er rætt um að þessi breyting hafi verið mis krefjandi fyrir sveitarfélögin en almennt hafi þessi breyting verið jákvæð.
í grein Ingvars Sigurgeirssonar Þróun grunnskólans undir stjórn sveitarfélaga. Viðhorf reyndra grunnskólakennara sem birt var 20. júní á þessu fær Skagafjörður mikið hrós fyrir stuðning við grunnskólastarf og þar segir meðal annars „Álitsgjafarnir voru beðnir um að nefna dæmi um stuðning sveitarfélags við grunnskólastarf sem þeim hefði fundist vera til fyrirmyndar eða eftirbreytni. Átta sveitarfélög voru nefnd og fékk sveitarfélagið Skagafjörður flestar tilnefningar, eða fjórar:
Það sveitarfélag sem mér dettur helst í hug að nefna sem stutt hefur vel við grunnskólastarf er sveitarfélagið Skagafjörður. Sveitarfélagið er leiðandi í notkun á upplýsingatækni í skólastarfi, er með metnaðarfulla skólastefnu og allur aðbúnaður er til fyrirmyndar.
Og í annari grein Ingvars Litið yfir farin veg 25 árum eftir flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga: Hverju hefur helst farið fram og hvað er brýnast að bæta er Skagafjörður aftur nefndur þar sem segir „Garðabær og Skagafjörður voru nefndir til sögunnar af fjórum álitsgjöfum. Garðabær fyrir stuðning við upplýsingatækni í skólunum og öfluga skólaþróunarsjóði en einnig fyrir skólabyggingu (Sjálandsskóla). Skagafjörður var nefndur fyrir öflugt þróunarstarf á sviði upplýsingatækni og markvissan stuðning við skólaþróun, eins og sjá má í þessu svari:
Annað verkefni sem hægt er að nefna hefur verið unnið af Skólaskrifstofu Skagfirðinga og grunnskólanna í Skagafirði, en þessir aðilar hafa unnið markvisst frá 1996 að uppbyggingu og skólaþróun með margvíslegum skólaþróunar-verkefnum og samvinnu. Þessi vinna er enn í gangi og hefur verið til fyrirmyndar svo eftir hefur verið tekið. Sérstaklega hefur verið horft til Árskóla og þeirra skólaþróunar sem hefur átt sér stað þar.
Þetta hlýtur að teljast góður árangur hjá skólastjórnendum og þeim sem við skólann starfa og verður fróðlegt að fylgjast áfram með þeirri þróun sem er í skólamálum í Skagafirði.

/IÖF

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir